Gung-Ho! Seriously Fun! 5K inflatable obstacle course

TÍU RISASTÓRAR UPPBLÁSNAR HINDRANIR Í 5km LANGRI SKEMMTUN Í STÆRSTA HLAUPI Í HEIMI.

GUNG-HO KEMUR TIL ÍSLANDS ÞANN 12. ÁGÚST!

Ertu klár í stærsta hlaup í heimi?

Taktu þátt í 5km langri skemmtun með 10 risa hindrunum. Þú munt hlaupa, hoppa og skoppa í gegnum brautina – Geggjuð skemmtun í góðum hópi.

GUNG-HO! er fyrir alla og hlaupaform þitt skiptir litlu því þú þarft ekki að vera í neinni þjálfun til að geta tekið þátt í gleðinni. Þú þarft bara að vera klár í stórkostlega skemmtun!

Gung-Ho! Start Me Up obstacle

Það sem gerir GUNG-HO! frábrugðið öðrum skemmtihlaupum er stærð stórkostlegustu uppblásnu hindrana í heimi!

GUNG-HO! er tilvalið hópefli fyrir fjölskyldur, saumaklúbba, félagasamtök og vinnuhópa. Hópar 10 þátttakenda eða fleiri geta fengið sérstakt hóptilboð með því að senda okkur línu hér á Facebook.

ERT ÞÚ GUNG-HO!?

Hvað þýðir GUNG-HO!?

Skilgreining á orðatiltækinu GUNG-HO! er þríþætt.

Upphaflega kemur hugtakið til hins vestræna heims frá Kína þar sem að GUNG-HO! stendur fyrir samvinnu.

GUNG-HO! er notað yfir aðila sem eru einbeittir og ætla að fara “alla leið” í því sem þeir eru að gera.

GUNG-HO! er heitið á þeim heræfingum þar sem þátttakendur klifra yfir reista timburveggi, skríða undir lágreista kaðla og hlaupa í gegnum dekkjaþrautir svo eitthvað sé nefnt.

Hvað segja Íslendingar sem hafa tekið þátt í GUNG-HO! að segja um hlaupið?

Search